Íbúafundur á Seyðisfirði í dag

Haldinn verður íbúafundur vegna skriðumála á Seyðisfirði í dag klukkan 16:00.

Magni Hreinn Jónsson, hópstjóri ofanflóða hjá Veðurstofu Íslands, fer þar yfir endurskoðun hættumats fyrir Seyðisfjörð.

Jón Kristinn Helgason, sérfræðingur á sviði skriðufalla og hættumats hjá Veðurstofunni, fer yfir vöktunar og mælakerfi á Seyðisfirði.

Fundurinn verður í bíósal Herðubreiðar en einnig sendur út í gegnum Facebook. Hægt verður að senda inn fyrirspurnir á meðan fundinum stendur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.