Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun og sunnudag

Norðvestan 20 til 28 metrar á sekúndu með staðbundnum hviðum vel yfir 40 metra á sekúndu. Fólk hvatt til að tryggja lausamuni. Ekkert ferðaveður.

Svo hljóma aðvörunarorð frá Veðurstofu Íslands fyrir Austfirði á morgun laugardag og langt fram á sunnudaginn en gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir landið allt næstu tvo dagana.

Þessu veldur kröpp lægð sem veldur norðan- og norðaustan hvassviðri víðast hvar en henni fylgir líklega, auk hvassviðris, slydda og eða snjókoma á Norður- og Norðausturlandi og ekkert dregur úr óveðrinu fyrr en seint á sunnudagskvöld ef marka má spár.

Staðan lítillega betri fyrir svæðið sem flokkast sem Austurland að Glettingi en Austfirðina. Hvassviðri nær þar mest 23 metrum á morgun en töluverður hiti fylgir lægðinni og hitastig nær allt að sautján stigum á morgun. Hitastigið fellur skarpt á sunnudag þegar spár gera ráð fyrir hámarkshita upp að tíu stigum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.