Hvetja fólk að fylgjast með heilsunni eftir vetrarfrí

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hvetur alla þá sem farið hafa út úr fjórðungnum vegna vetrarfría í skólum, eða af öðrum ástæðum, til að fylgjast vel með heilsufari og hugsa vel að einkennum veikinda eftir heimkomu.

Þetta kemur fram í tilkynningu aðgerðastjórnarinnar í dag. Staðan á Austurlandi er góð, enginn með virkt smit og aðeins einn einstaklingur í sóttkví.

Aðgerðastjórnin minnir íbúa á að gæta vel persónulegra sóttvarna og halda sig heima ef einhver einkenni geri vart við sig, eða minnsti grunur kvikni um smit. Þá skal hringja í næstu heilsugæslustöð eða sameiginlegan vaktsíma fyrir allt landið, 1700.

„Með árvekni að leiðarljósi drögum við úr líkum á því að smit berist inn í skóla, vinnustaði og meðal okkar nánustu. Gerum þetta saman áfram.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.