Hvernig er hægt að koma spurningum inn á framboðsfundinn?

Hægt er að senda spurningar inn á framboðsfund Austurfréttar/Austurgluggans með fulltrúum framboða í Norðausturkjördæmi sem haldinn verður í kvöld.

Til að senda spurningu inn á fundinn þarf að fara inn á www.Menti.com og slá þar inn kóðann 8917 2926 eða smella beint hér.

Á þeirri síðu sem næst birtist þarf að ýta á „Open Q&A“.

Þá er hægt að skrifa spurningu eða sjá þær spurningar sem þegar hafa borist inn á fundinn. Eins er hægt að greiða atkvæði með þeim spurningum sem komnar eru.

Endanlegt val spurninga verður í höndunum fundarstjóra og þeim tíma sem til er til umráða en áætlað er að fundurinn taki um tvo tíma. Eins verður opið fyrir spurningar úr sal.

Fundurinn fer fram í Valaskjálf á Egilsstöðum og hefst klukkan 20:00. Hann verður einnig sendur út á á YouTube-rás Austurfréttar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.