Orkumálinn 2024

Húsið ónýtt eftir eldinn

Einbýlishús á Seyðisfirði, byggt fyrir aldamótin 1900, er ónýtt eftir eldsvoða í kvöld. Staðfest er að enginn var í húsinu þegar eldurinn kom upp.

Það var rétt fyrir klukkan hálf sex sem tilkynning barst um að eldur væri laus í íbúðarhúsinu að Hafnargötu 46 á Seyðisfirði. Slökkvilið Seyðisfjarðar kom fyrst á staðinn og liðsauki ofan af Héraði nokkru síðar.

Baldur Pálsson, slökkviliðsstjóri, segir að ótrúlega mikill eldur hafi verið í húsinu þegar fyrstu slökkviliðsmennirnir komu á svæðið enda nægur eldsmatur í húsinu sem tvílyft timburhús og voru báðar hæðirnar alelda.

Hann segir afar vel hafa gengið að slá eldinn niður og ná tökum á honum miðað við hversu mikill eldurinn var.

Um tíma var óttast að einhver hefði verið í húsinu þegar eldurinn braust út þar sem ekki náðist að staðfesta verustaði allra þeirra sem þar búa. Eftir að reykkafarar höfðu farið inn í húsið var staðfest að það væri mannlaust.

Talsverður vindur var þegar eldurinn kom upp og voru hús í nágrenninu rýmd vegna reyksins. Húsið stendur gegnt fiskvinnslu Síldarvinnslunnar og næst utan við Gömlu símstöðvarinnar þar sem skrifstofur Seyðisfjarðarkaupstaðar eru einnig til húsa.

Slökkvistarf stendur enn yfir en víða leynast glæður milli þils og veggja. Í samtali við Austurfrétt á ellefta tímanum sagði Baldur að slökkviliðsmenn yrðu að fram eftir nóttu og á vakt við hús fram á morgun.

Eldsupptök eru óljós á þessari stundu en Baldur segir húsið algjörlega ónýtt.

Húsið gengur undir heitinu Litla Watneshús og er kennt við kaupmanninn Otto Wathne sem mun hafa búið þar um tíma. Fyrir utan það var Watneshús en það eyðilagðist í eldsvoða í janúar árið 1992. Litla Watneshús mun vera byggt árið 1893 og er tvílyft timburhús með steyptum kjallara undir.

Eldur Sfk Okt18 2 Web
Eldur Sfk Okt18 3 Web
Eldur Sfk Okt18 4 Web
Eldur Sfk Okt18 5 Web
Eldur Sfk Okt18 6 Web
Eldur Sfk Okt18 7 Web
Eldur Sfk Okt18 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.