Orkumálinn 2024

Hundasvæði vísað til heimastjórnar

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings hefur samþykkt fyrir sitt leyti staðsetningu á fyrirhuguðu hundasvæði á Egilsstöðum. Ráðið vísaði málinu jafnframt til heimastjórrnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.


Fyrirhugað hundasvæði mun verða í grennd við skautavellið á Egilsstöðum. Önnur staðsetning var í sigtinu áður.

Í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs segir að fyrir ráðinu liggur tillaga að staðsetningu hundasvæðis á Egilsstöðum frá fulltrúa hundaeigenda. Umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs hafði áður samþykkt að styrkja félagsskap hundaeigenda til að koma upp afgirtu svæði, en á öðrum stað.

Eftirfarandi tillaga var síðan lögð fram og samþykkt samhljóða: „Umhverfis- og framkvæmdaráð leggst ekki gegn þeirri staðsetningu sem lögð er til í fyrirliggjandi erindi, með þeim fyrirvara að um tímabundna ráðstöfun sé að ræða, en vísar málinu til afgreiðslu hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs.“

Einn nefndarmanna á fundinum, Pétur Heimisson, lét síðan bóka: „Ég samþykki framlagða tillögu en legg áherslu á að málið verði sett í grenndarkynningu.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.