Hugsanlega blóðþorri í Berufirði

Eitt sýni úr laxeldisstöð Fiskeldis Austfjarða við Hamraborg í Berufirði reyndist jákvætt við greiningu hjá Matvælastofnun í vikunni og er nú unnið að staðfestingu á þeirri greiningu.

Endanleg niðurstaða á að vera ljós á þriðjudaginn kemur en ef staðfest er hér um svokallaðan blóðþorra að ræða eða sömu ISA-veiru og hefur valdið miklum búsifjum í Reyðarfirði síðustu mánuðina.

Við Hamraborg eru í eldi um 890.000 laxar í sjö sjókvíum og er megnið af fiskinum á bilinu 2-3,2 kg eða langt komið í sláturþyngd til manneldis. Tjón Fiskeldis Austfjarða verður því mikið ef smit verður endanlega staðfest en fleiri sýni hafa verið tekin og eru til rannsóknar.

Austurfrétt fjallaði um slæma stöðu fiskeldis í Reyðarfirði vegna þessarar veiru fyrr í vikunni og má lesa um það hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.