Hæsti styrkur fornleifasjóðs austur í Klaustur: Stefnt að því að klára í sumar

skriduklaustur_fornleifar_0005_web.jpgSkriðuklaustursrannsóknir fengu hæsta styrkinn, þrjár milljónir króna, þegar úthlutað var úr fornleifasjóði fyrir skemmstu. Gert er ráð fyrir að uppgreftrinum ljúki í sumar en mjög vel gekk að grafa í fyrrasumar.

 

Dr. Steinunn Kristjánsdóttir, sem stýrt hefur uppgreftrinum alla tíð, tjáði Agl.is að eftir sumarið í fyrra sæi fyrir endann á uppgreftrinum.

„Við höfum fundið jaðra klaustursins og sjáum fyrir endann á uppgreftrinum. Það verður bara smotterí 2012. Byggingin hefur alls verið um 1300 fermetrar sem er gríðarstórt fyrir þennan tíma. Til samanburðar má nefna að í Gunnarshús er hver hæð 300 fermetrar.“

Steinunn segir uppgröftinn í fyrra hafa gengið mjög vel. „Við grófum upp 41 gröf en þær hafa aldrei verið fleiri. Við sáum tvo nýja sjúkdóma, holdsveiki og pagaet. Skiptingin innan kirkjugarðsins varð augljósari, það er sjúklingar með samskonar sjúkdóma eru jarðaðir saman.“

Steinunn telur sennilegt að fleiri en Austfirðingar hafi leitað sér aðhlynningar í Klaustrinu. „Við erum búin að opna 200 grafir, þar af eru um 150 frá Klausturtímanum sem var aðeins 60 ár. Mér finnst ólíklegt að þetta hafi aðeins verið fólk að austan. Líklegt er að fólk víðar að hafi leitað sér meðferðar við sjúkdómum sínum.“

Nokkrir góðir gripir komu í leitirnar í fyrra. „Við fundum bíld og nokkra aðra hnífa, þar af einn með skreyttu skafti. Við fundum brot úr bókarspjaldi með spensli á fyrir utan keramikbrot og nagla eins og áður.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.