Orkumálinn 2024

Hússtjórnarskólinn: Við hagræðum bara enn betur

ImageFjárframlög ríkisins til Hússtjórnarskólans á Hallormsstað skerðast um 1,4 milljónir króna á milli ára. Skólastjórinn gagnrýnir að systurskólinn í Reykjavík sé alltaf hærri á fjárlögum.

 

Skorið er niður hjá Hússtjórnarskólanum um tæp 6% eða um 1,4 milljónir og um 2,1 frá árinu 2009, miðað við fjárlegafrumvarpið sem lagt hefur verið fram fyrir næsta ár.

„Þetta eru miklir peningar fyrir okkur. Við munum bara hagræða enn betur,“ segir Þráinn Lárusson, skólastjóri.

„Það sem okkur svíður hinsvegar mest er hvernig skólunum tveim er mismunað. Við erum með mun fleiri kennslustundir en skólinn í Reykjavík en samt er hann alltaf hærri á fjárlögum. Og skýringarnar úr ráðuneytinu fáránlegar.“

Skólinn í Reykjavík fær á næsta ári tveimur milljónum meira en skólinn á Hallormsstað. Minnstur var munurinn árið 2009, þegar munaði 0,8 milljónum en árin 2005-7 fékk skólinn í Reykjavík 3,6-3,8 milljónum meira á ári.

„Við þurfum hinsvegar ekkert meiri pening en skólinn í Reykjavík því síður. Einnig er himinn og haf á milli skólagjalda við erum með 230 þúsund en Reykjavík með 385 þúsund.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.