Orkumálinn 2024

Fjarðabyggð tilkynnt um breytt fyrirkomulag hjúkrunarheimila

Heilbrigðisstofnun Austurlands tekur um næstu mánaðamót við rekstri hjúkrunarheimilanna á Eskifirði og Fáskrúðsfirði. Fjarðabyggð hefur rekið heimilin undanfarin ár en sagði rekstrarsamningum við ríkið upp síðasta sumar vegna viðvarandi hallareksturs.

Í tilkynningu frá Fjarðabyggð segir að forsvarsfólki sveitarfélaginu hafi verið tilkynnt um ákvörðunina á fundi með heilbrigðisráðuneytinu í morgun.

Samningum var sagt upp í lok október. Í samtali við Austurfrétt í síðustu viku sagði Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, að síðan hefði ítrekað verið reynt að afla frekari upplýsinga um stöðuna til að tryggja að umskipti til nýs rekstraraðila gengu sem best fyrir sig.

„Seinnipartinn í gær barst okkur boð frá heilbrigðisráðuneytinu um fund í dag þar sem ræða ætti stöðu hjúkrunarheimilanna í Fjarðabyggð. Fjarðabyggð hefur, frá því að samningum um rekstur hjúkrunarheimilanna var sagt upp í september á liðnu ári, ítrekað sóst eftir fundi með heilbrigðisráðuneytinu vegna málsins,“ segir í tilkynningu Fjarðabyggðar.

„Ráðuneytið hefur hingað til vísað á Sjúkratryggingar Íslands og okkar samskipti hafa alfarið farið í gegnum stofnunina. Á þessum fundi með ráðuneytinu í morgun, var okkur svo tilkynnt um þá ákvörðun ráðuneytisins að frá og með 1. apríl muni HSA taka við rekstri hjúkrunarheimilanna.

Við munum í framhaldinu funda með forsvarsmönnum HSA á morgun um hvernig yfirfærslan á starfseminni fari fram. Þar munum við leggja ríka áherslu á að hún gangi vel fyrir sig með velferð íbúa heimilanna í huga og hagsmuni þess góða starfsfólks sem þar vinnur,“ segir Jón Björn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.