HSA: Skorið niður um rúm sex prósent

ImageSkorið verður niður um 6,2% eða 125 milljónir króna hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands á næsta ári. Þetta er töluverð lækkun frá því sem upphaflega var kynnt með fjárlagafrumvarpi en hefur samt nokkur áhrif á stofnunina.

 

Upphaflega var gert ráð fyrir rúmlega 20% niðurskuðr upp á ríflega 460 milljónir. Í Austurglugganum er haft eftir Einari Rafni Haraldssyni, forstjóra stofnunarinnar, að það verði samt ekki auðvelt að útfæra tillöguna.

Sparnaðurinn hefur samt áhrif á HSA sem þarf væntanlega að segja upp um tuttugu starfsmönnum í stað 80 miðað við eldri tillögur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.