Hrognavinnsla í hámarki í loðnunni

skip_batur.jpgHrognavinnsla stendur nú sem hæst á loðnuvertíðinni. Unnið er myrkranna á milli í helstu loðnuverksmiðjum á Austurlandi. Veður hefur verið vont á miðunum seinustu daga.

 

Bjarni Ólafsson kom til Neskaupstaðar í gær með fullfermi. Þar er unnið á vöktum allan sólarhringinn. Í dag er verið að landa þar úr Bjarti NK og á Eskfirði liggur Jón Kjartansson við bryggju eftir að hafa komið með rílega 500 tonn.

Hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði landaði Hoffellið hrognum í byrjun vikunnar en færeysk skip hafa verið þar tíðir gestir seinustu daga.

Stór hluti vinnslu HB Granda þessa dagana fer fram á Akranesi. Á Vopnafirði landaði þó Víkingur AK í fyrrinótt 1200 tonnum og Ingunn AK er væntanleg á morgun 1500 tonn, að því er fram kemur á vef sveitarfélagsins.

Heimildarmaður setti sig í samband við Magnús Þór Róbertsson, vinnslustjóra, viðvíkjandi stöðu mála á Vopnafirði. Sagði Magnús að eðlilega færi bróðurpartur aflans á Akranes þar eð loðnuna er að finna þar. Að undanförnu hafi Vopnafjörður fengið 4 hrognaskip, Víkingur AK 100, sem er að halda til veiða að nýju þegar þetta er skrifað, kom inn aðfaranótt þriðjudagsins með um 1200 tonn og á morgun er von á Ingunni AK 150 með um 1500 tonn.

Haft er eftir Magnúsi Þór Róbertssyni, vinnslustjóra, að vertíðin hafi verið Vopnfirðingum góð. Að auki sé nýr hreinsunarbúnaður „afburðagóður“ og ný hrognaþurrkun sé „algjör bylting. Áður var ekkert pláss til að drena hrognin en þó menn hafi gert sitt ýtrasta gekk ekki sú aðferð ekki sem skyldi sem beitt var -  en þar var vökvinn sogaður úr hrognunum.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.