Hreppsnefnd Fljótsdalshrepps samþykkir ársreikning fyrir 2009

Rekstrarniðurstaða ársreikningsins Fljótsdalshrepps var upp á tæpar 110 miljónir, tekjumegin.

ishellir_fljotsdalur_eyjab.jpg

Ársreikningur Fljótsdalshrepps 2009, síðari umræða.

Oddviti setti fund og bauð Sigurð Pálsson frá Deloitte  velkominn.  Sigurður kynnti endurskoðunarskýrslu og fór yfir skýringar og ýmis atriði sem varða ársreikning sveitarfélagsins.

Helstu tölur ársreiknings:

Rekstrartekjur A og B hluta                     171.727.000.-       

Rekstrargjöld A og B hluta                      103.507.000.-

Afskriftir A og B hluta                              11.001.000.-

Fjármagnstekjur og (fjármagnsgjöld)        52.621.000.-

Rekstrarniðurstaða                               109.840.000.-

Eignir samtals                                      867.214.000.-

Skuldir og skuldbindingar samtals           67.490.000.-

Handbært fé í árslok                            505.205.000.-

Eftir umræður um ársreikninginn bar oddviti reikninginn upp til afgreiðslu og var hann samþykktur samhljóða og undirritaður.

Fundargerðir hreppsnefndar Fljótsdalshrepps er hægt að lesa hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.