Orkumálinn 2024

Héraðsprent og G. Skúlason í hópi framúrskarandi fyrirækja

heradsprent_logo.jpgPrentverksmiðjan Héraðsprent á Egilsstöðum og Vélaverkstæði G. Skúlasonar eru fulltrúar Austfirðinga á lista Creditinfo yfir „framúrskarandi fyrirtæki árið 2011“. Listinn byggir á greiningu á því hvaða fyrirtæki fá bestu einkunn í styrk- og stöðugleikamati Creditinfo.

 

Í tilkynningu Creditinfo segir að af rúmlega 32.000 fyrirtækjum sem skráð eru í Hlutafélagaskrá reyndust 245 fyrirtæki uppfylla þau skilyrði sem Creditinfo setur til að fá viðurkenningu sem  framúrskarandi fyrirtæki.

„Vottun af þessu tagi þekkist víða erlendis en á stærri mörkuðum er algengara að skilyrði vottunar séu ekki eins ströng og ákveðið var að setja hér á landi. Að mati Creditinfo er mikilvægara á litlum markaði að draga fram styrkleika fyrirtækja sem birtist í stöðugleika í rekstri fremur en niðurstöðum einstakra rekstrarára. Slíkar kröfur eru líklegri til að undanskilja sveiflukenndan árangur stærri eignarhalds- og móðurfélaga en undirstrika frekar styrkleika fyrirtækja í virkri starfsemi.“

Eftirfarandi upplýsingar eru lagðar til grundvallar á mati Creditinfo um hvort fyrirtæki uppfylli skilyrði styrkleikamatsins:

- Að hafa skilað ársreikningum til RSK 2008 til 2010
- Minna en 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum
- Að sýna jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð
- Að ársniðurstaða sé jákvæð þrjú ár í röð
- Eignir séu 80 milljónir eða meira árin 2008 - 2010
- Að eigið fé sé 20% eða meira, rekstrarárin 2008 til 2010
- Að vera með skráðan framkvæmdastjóra og stjórnarmenn í hlutafélagaskrá
- Að vera virkt fyrirtæki skv. skilgreiningu Creditinfo

Listann í heild sinni má sjá á vef Creditinfo.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.