Héraðslistinn, 20 þátttakendur í forvali

Samtök félagshyggjufólks á Fljótsdalshéraði, Héraðslistinn, efna til opins forvals, vegna sveitarstjórnarkosninga 29. maí næstkomandi. Forvalið fer fram dagana 25-27 mars.

heradslistinn_allir2.jpgKosningarétt hafa allir þeir sem eru á kjörskrá og eru orðnir 18 ára. Forvalið fer þannig fram að kjósandinn raðar frambjóðendum á lista frá 1 til 9. Seðill er gildur þó merkt sé við færri en ógildur ef merkt er við fleiri.

Kosið verður í Kaupvangi 5.

Forvalið verður ráðgefandi fyrir félagsfund og uppstillingarnefnd. Við endanlega uppröðun verður meðal annars tekið mið af kynjahlutfalli og búsetu.

Niðurstöður forvalsins verða birtar á vef Héraðslistans.

Þáttakendur eru:

Guðmundur Ólason Hrólfsstöðum Jökuldal Gefur kost á sér í forustusveit L-listans.
Kristín María Björnsdóttir Egilsstöðum            Ótilgreint sæti.
Sigrún Blöndal  Egilsstöðum            Eitt af þremur efstu sætum listans.
Þorbjörn Rúnarsson   Egilsstöðum            Ótilgreint sæti.
Ruth Magnúsdóttir  Egilsstöðum             Frá sjötta sæti listans. 
Tjörvi Hrafnkelsson  Egilsstöðum             Fyrsta til þriðja sæti listans.
Aðalsteinn Ásmundsson Egilsstöðum            Ótilgreint sæti. 
Árni Ólason Egilsstöðum                           Ótilgreint sæti. 
Árni Kristinsson Egilsstöðum                      Fyrsta til fjórða sæti listans. 
Ásmundur Þórarinsson  Vífilsstöðum Hróarstungu Ótilgreint sæti. 
Baldur Pálsson Fellabæ   Sækist ekki eftir sæti í bæjarstjórn en vil vera öflugur bakhjarl listans. 
Guðný Drífa Snæland Teigabóli Fellum  Sækist eftir sæti neðarlega á lista.
Helga Hreinsdóttir  Egilsstöðum                  Gef kost á mér neðarlega á lista, ekki í forystusveit.
Ireneusz Kolodziejczyk Fellabæ                   Ótilgreint. 
Íris Randversdóttir  Egilsstöðum                  Ótilgreint.
Ragnhildur Benediktsdóttir Egilsstöðum        Ótilgreint. 
Ragnhildur Rós Indriðadóttir Fellabæ            Fjórða til fimmta sæti listans.
Skúli Björnsson Hallormsstað Fjórða til áttunda sæti listans. 
Edda Egilsdóttir Fellabæ            Ekki forustuliðið getur vel sér að taka þátt í nefndarstörfum. 
Þorsteinn Bergsson Unaósi Útmannasveit Fyrsta til annað sæti. 

 

Sjá nánari upplýsingar um frambjóðendur á www.heradslistinn.is.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.