Hraðinn lækkaður við fjórar brýr á Austurlandi

Vegagerðin hefur ákveðið að lækka hámarkshraða í 50 km/klst við allar einbreiðar brýr þar sem umferð er meiri en 300 bílar á dag að jafnaði yfir árið. Ákvörðunin nær til fjögurra brúa á svæðinu frá Vopnafirði til Djúpavogs.

Samkvæmt brúalista Vegagerðarinnar nær ákvörðunin til Grímsár á Völlum, Sléttuár í Reyðarfirði og loks Dalsár og Tungudalsár í Fáskrúðsfirði.

Ákvörðunin er hluti af úttekt Vegagerðarinnar á hámarkshraða á þjóðvegum og ástandi brúa. Til stendur að lækka hámarkshraða þar sem þörf er á eða fjölga merkingum um leiðbeinandi hraða. Þá verður gerð úttekt á á öllum brúm á stofn- og tengivegum.

Lagfæringum verður forgangsraðað eftir ástandi brúnna og aðstæðum á hverjum stað eftir því sem svigrúm er í fjárheimildum. Áætlað er að þær breytingar sem þegar hafa verið ákveðnar kosti 70-80 milljónir. Alls er um að ræða 75 einbreiðar brýr, sem eru fimm metrar eða minni á breidd, um helmingur á Hringveginum.

Auk breytingar á hámarkshraða verður viðvörunarskiltum við brýrnar breytt og bætt við undirmerkjum á ensku.

Mynd úr safni Vegagerðarinnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar