Hraðinn lækkaður við fjórar brýr á Austurlandi

Vegagerðin hefur ákveðið að lækka hámarkshraða í 50 km/klst við allar einbreiðar brýr þar sem umferð er meiri en 300 bílar á dag að jafnaði yfir árið. Ákvörðunin nær til fjögurra brúa á svæðinu frá Vopnafirði til Djúpavogs.

Samkvæmt brúalista Vegagerðarinnar nær ákvörðunin til Grímsár á Völlum, Sléttuár í Reyðarfirði og loks Dalsár og Tungudalsár í Fáskrúðsfirði.

Ákvörðunin er hluti af úttekt Vegagerðarinnar á hámarkshraða á þjóðvegum og ástandi brúa. Til stendur að lækka hámarkshraða þar sem þörf er á eða fjölga merkingum um leiðbeinandi hraða. Þá verður gerð úttekt á á öllum brúm á stofn- og tengivegum.

Lagfæringum verður forgangsraðað eftir ástandi brúnna og aðstæðum á hverjum stað eftir því sem svigrúm er í fjárheimildum. Áætlað er að þær breytingar sem þegar hafa verið ákveðnar kosti 70-80 milljónir. Alls er um að ræða 75 einbreiðar brýr, sem eru fimm metrar eða minni á breidd, um helmingur á Hringveginum.

Auk breytingar á hámarkshraða verður viðvörunarskiltum við brýrnar breytt og bætt við undirmerkjum á ensku.

Mynd úr safni Vegagerðarinnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.