Horft til þess að flýta byggingum á Seyðisfirði

Horft er til þess að reyna að flýta fyrir og auka við íbúðabyggingar á vegum þess opinbera á Seyðisfirði í kjölfar skriðufallanna í desember.

Þetta kom fram í máli Björns Ingimarssonar, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs, á íbúafundi í gær.

Á Seyðisfirði hefur verið fyrirhugað að byggja kjarna með átta íbúðum fyrir 55 ára á eldri og fjórum þar sem búseta væri ekki afmörkuð við ákveðinn aldur, alls tólf íbúðir.

Undanfarna mánuði hefur verið leitað að nýrri staðsetningu fyrir þennan kjarna, en ekki fékkst leyfi til að byggja á þeim stað sem fyrst var horft til vegna skriðuhættu.

„Það verður reynt að finna þessum kjarna svæði eins fljótt og hægt er. Sum svæðanna sem verið hafa í umræðu þurfa í deiliskipulagsferli. Við þurfum að skoða þetta með Bæjartúni íbúðafélagi hvað hentar,“ sagði Björn.

„Til viðbótar höfum verið verið ásamt Bríeti, leigufélagi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, að undirbúa að byggja parhús sem tilraunaverkefni. Við horfum nú til þess að útvíkka það verkefni verulega og byggja þrjú parhús.

Ég vona að við fáum niðurstöðu í það nú í vikunni. Með þessu horfum við til þess að við höfum eignir sem hægt er að koma í nýtingu fyrir sumarið.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.