Hópslysaæfing í Norðfirði

Almannavarnanefnd Fjarða heldur hópslysaæfingu í Norðfjarðarsveit á morgun, laugardaginn 14. Apríl, þar sem æfð verða viðbrögð við rútuslysi.

Af þeim völdum má gera ráð fyrir nokkurri umferð neyðaraðila í Neskaupstað og Norðfjarðarsveit frá kl.10:00 og fram yfir hádegi en æfingin sjálf hefst klukkan 11.

Neyðaraðilar munu þó fylgja eðlilegum umferðarhraða og því ætti ekki að koma til mikilla truflana vegna þessa en einhverjar umferðartafir gætu orðið í Norðfjarðarsveit.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar