Orkumálinn 2024

Hoffell SU aflahæsta skipið á kolmunnaveiðum

Hoffell SU er eitt af minnstu uppsjávarveiðiskipum íslenska flotans en er engu að síður aflahæsta  kolmunna skipið á þessari vertíð og í öðru sæti hvað heildarafla varðar eins og staðan er í dag. 


Þetta kemur fram á vefsíðu Loðnuvinnslunnar. Þar segir að Hoffell sé komið með yfir 20.000 tonna heildarafla það sem af er ári, Í tveimur síðustu túrunum á kolmunnamiðin nam aflinn samtals yfir 3.100 tonnum.

“Við sækjum stíft og það hefur gengið vel,” segir Sigurður Bjarnason skipstjóri á Hoffellinu í samtali á vefsíðunni. Hann er að vonum ánægður með niðurstöðuna og segir að uppskeran væri líkt og sáð var til.

Hoffell er núna að leita að makríl og sagði Sigurður að þeir hefðu ekki fundið neinn enn,

“Makríllinn er bara ekki kominn” segir Sigurður. Hann kvað lífið um borð ganga sinn vanagang og að áhöfnin á Hoffelli væri klár í makrílveiðar um leið og tækifæri gæfist.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.