"Höfum gefið tæki fyrir á annan tug milljóna króna"

Hosurnar í Neskaupstað standa fyrir sínum árlega jólamarkaði núna um helgina. Byrjar markaðurinn klukkan 14:00 í dag og stendur til sunnudags. Þær eru að vanda að selja hannyrðir af ýmsum toga. Allur ágoði rennur markaðarins í ár rennur til kaupa á augnþrýstimæli fyrir Heilsugæslu FSN.

 

Hosurnar eru hópur kvenna sem eru núverandi eða fyrrverandi starfsmenn Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað. Hópurinn var stofnaður árið 2009.

Máttur kaffistofunnar

„Hugmyndin kviknaði í spjalli inn á kaffistofu upp á spítala. Við vorum að tala um það vantaði nýjan blóðtökustól í rannsóknarstofuna,“ segir Þorgerður Malmquist starfsmaður spítalans og ein af Hosunum. 

„Við ákváðum þá að koma upp jólamarkaði þar sem við gætum selt vörur sem við höfum bjuggum til. Hannyrðir af ýmsum toga og þannig safnað fyrir nýjum stól,“ segir hún

Í kjölfarið hafi þær ákveðið að hittast reglulega. Þorgerður segir að það séu um tíu til fimmtán konur sem hittist alltaf, einu sinni í viku yfir vetrartímann.  Alla þriðjudaga klukkan hálf átta. 

„Þetta höfum við gert síðastliðin tíu ár og markaður hefur vaxið og vaxið með hverju árinu. Það er einmitt skemmtilegt að segja frá því fögnum tíu ára afmæli ár,“ segir Þorgerður. 

Þakklæti til samfélagsins

„Mig langa að taka fram að þrátt fyrir að við höfum staðið fyrir þessum markaði undanfarin ár þá erum við ekki einar. Við höfum notið verulega mikillar velvildar frá samfélaginu í kring. Fólk og fyrirtæki af öllu austurlandi hafa látið okkur té fallegar og góðar gjafir sem allar hafa nýst okkur í tækjakaup fyrir spítalann,“ segir Þorgerður þakklát.

Hún segir einnig að tækjakaupin hafa nýst spítalanum öllum. „Við höfum keypt tæki inn á allar deildir spítalans. Engin deild innan hans er okkur óviðkomandi. Við viljum að spítalinn geti veitt sem besta þjónustu því þetta er spítali okkar allra á austurlandi,“ útskýrir hún.

Margt í boði

Á jólamarkaðnum yfir helgina verða hlutir til sölu sem allt getur flokkast undir hannyrðir. „Það verður ýmiskonar föndur og hannyrðir. Svo fórum við og týndum hrútaber í Hallormsstað og gerðum úr þeim sultur sem verða til sölu. Við verðum líka með tertur, alls konar kökur, til dæmis kleinur og hjónabandssælur og svo rúgbrauð og síld. Svo má ekki gleyma smákökubarnum. Þar getur fólk valið sér smákökur og keypt eftir þyngd.

Það verður greinilega nóg í boði á Hosumarkaðnum rum helgina og segir Þorgerður að allir séu hjartanlega velkomnir.

 

 

Hluti góssins verður til sölu. Mynd: Hosurnar

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.