Hnísur á ferð í Reyðarfirði

Tvær hnísur syntu í lygnum sjónum í Reyðarfirði þegar Austurfrétt átti þar leið um í dag.

Veður var hið ágætasta í dag og sjórinn tiltölulega sléttur. Þegar Austurfrétt bar að garði var sá rauði litur, sem markað hefur fjörðinn síðustu daga vegna þörungablóma, frekar daufur.

Fuglar syntu um í leit að æti í kringum bryggjuna sem er fyrir neðan húsnæði Launafls í bænum.

Þar voru líka tvær hnísur á ferð sem fóru upp og niður í sjónum örfáa metra frá bryggjunni. Þær stefndu út fjörðinn og stungu sér svo í djúpið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.