Orkumálinn 2024

HM í fótbolta hægði á ferðamönnum

hengifoss.jpgStærstu leikir heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu í sumar höfðu merkjanleg áhrif á ferðamannastraum um Austurland. Straumurinn virðist nokkuð stöðugur fram í miðjan september.

 

Þetta eru niðurstöður úr ferðateljara sem settur var upp við gönguleið að Hengifossi í Fljótsdal í sumar og taldi frá 3. júlí til 25. september.

Um 16.700 manns lögðu leið sína upp að fossinum þessa daga eða tæplega 200 einstaklingar á dag. „Sjáanleg áhrif voru þá daga sem úrslitaleikir HM stóðu yfir og einnig þegar Norræna er á Seyðisfirði,“ segir í bókun sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps um niðurstöðurnar.

„Ekki dró verulega úr fjölda fyrr en í lok ágúst og í september hrapar meðaltal ekki niður fyrr en seinnipart mánaðarins.“

Austfirskir ferðaþjónustuaðilar töluðu margir um það seinasta sumar að heimsmeistarakeppnin og eldgosið í Eyjafjallajökli hefðu dregið úr ferðamannastraumi á svæðið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.