Hlutfallslega flestir bólusettir eystra

Búið er að bólusetja rúm 16% Austfirðinga að hluta eða heild við Covid-19 veirunni.

Þetta kemur fram í tölum sem finna má á boluefni.is en ríflega 600 Austfirðingar voru bólusettir í þessari viku.

Búið er að bólusetja 7,53% íbúa fjórðungsins að fullu og 9,22% hafa fengið sína fyrri sprautu. Þar með hafa 16,75% fengið einhverja vörn gegn veirunni. Er það aðeins meira en á Norðurlandi þar sem rúm 16% hafa fengið bóluefni.

Nær allir íbúar fjórðungsins fæddir árið 1950 eða fyrr hafa nú fengið bóluefni. Eftir páska verður byrjað á fólki með undirliggjandi sjúkdóma og haldið áfram með fólki niður að sjötugu.

Staðan á útbreiðslu veirunnar er óbreytt í fjórðungnum, 16 eru í einangrun með virkt smit. Allir greindust á landamærunum og er ekki talin hætta á að veiran dreifist út frá þeim.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.