Orkumálinn 2024

Hlutfall bólusettra komið yfir 18%

Hlutfall Austfirðinga sem fengið hafa bólusetningu gegn Covid-19 veirunni er nú komið í 18,29% og hefur hlutfallið hækkað um 1,5 prósentustig.

Um 230 skammtar voru gefnir af bóluefni eystra fyrir í vikunni. Nú eru 7,75% fullbólusett eystra og 10,54% sem hafa hafði bólusetningu, alls 18,29%. Fyrir viku var hlutfallið 16,75%.

Þrjú Covid-19 smit eru skráð á Austurlandi samkvæmt Covid.is. Eftir því sem næst verður komist eru smitin úr hópi sem kom með Norrænu fyrir tveimur vikum. Fleiri greindust í hópnum en hafa náð sér.

Þá hafa allir skipverjar súrálsskipsins Taurus Confidence náð sér. Verið er að sótthreinsa skipið í Mjóeyrarhöfn og gera það tilbúið til brottfarar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.