Hlaup í Grímsá

Hlaup er í Grímsá, sem rennur niður Skriðdal og út Velli í Lagarfljót. Tvær gröfur neðan við þjóðvegin yfir ána virðast vera á leiðinni á kaf.

Sjónarvottur sem Austurfrétt ræddi við sagði ána komna upp á báða bakka sína og virðast enn vera í vexti.

Tvær gröfur hafa verið úti ánni við að grafa efni upp úr ánni. Fram að þessu hafa þær verið á þurru. Áin er komin vel upp á þær og virðist á góðri leið með að ýta annarri þeirra á hliðina.

Mikið hefur rignt eystra undanfarna daga og eru mörg vatnsvöll því orðin ansi blómleg. Þá hefur Veðurstofan varað við skriðuföllum. Sérstaklega er fylgst með stöðunni á Seyðisfirði og Eskifirði. Á Seyðisfirði mældust smávægilegar hreyfingar fyrir helgi sem samkvæmt upplýsingum frá í gær höfðu þá stöðvast.

Myndir: Aðsendar

grimsa hlaup1 web

grimsa hlaup2 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.