Hlaup í Grímsá
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 14. nóv 2022 10:29 • Uppfært 14. nóv 2022 10:34
Hlaup er í Grímsá, sem rennur niður Skriðdal og út Velli í Lagarfljót. Tvær gröfur neðan við þjóðvegin yfir ána virðast vera á leiðinni á kaf.
Sjónarvottur sem Austurfrétt ræddi við sagði ána komna upp á báða bakka sína og virðast enn vera í vexti.
Tvær gröfur hafa verið úti ánni við að grafa efni upp úr ánni. Fram að þessu hafa þær verið á þurru. Áin er komin vel upp á þær og virðist á góðri leið með að ýta annarri þeirra á hliðina.
Mikið hefur rignt eystra undanfarna daga og eru mörg vatnsvöll því orðin ansi blómleg. Þá hefur Veðurstofan varað við skriðuföllum. Sérstaklega er fylgst með stöðunni á Seyðisfirði og Eskifirði. Á Seyðisfirði mældust smávægilegar hreyfingar fyrir helgi sem samkvæmt upplýsingum frá í gær höfðu þá stöðvast.
Myndir: Aðsendar

