Orkumálinn 2024

Hjóluðu um landið til minningar um franska sjómenn

„Ég hjólaði á móti þeim svona til að sýna þeim stuðning og á sömu stundu og við hittumst þá hættir að hellirigna og sólin fór að skína. Ég held það séu skýr skilaboð frá almættinu um virði þessarar farar þeirra,“ segir Berglind Ósk Agnarsdóttir á Fáskrúðsfirði.

Berglind var sú fyrsta, en fjarri því síðasta manneskjan í bænum, sem tók þremur frönskum ungmennum opnum örmum eftir að þau komu hingað til lands gagngert til að hjóla landið til minningar um þá fjölmörgu frönsku sjómenn sem hér sóttu sjó lengi vel og ekki síst þeirra sem ekki áttu afturkvæmt heim í kjölfarið.

Hún segir ungmennin frönsku, Theo, Evu og Lucas, sem öll koma frá Dunkerque hafa orðið yfir sig glöð að vitna þær móttökur sem þau fengu á Fáskrúðsfirði síðdegis í gær en þá voru ungmennin orðin ansi úrvinda eftir langan túr í úrhellisrigningu.

„Svo þegar þau komu inn í bæinn tók á móti þeim fjöldi franskra gesta sem hér voru og fögnuðu þeim ákaft og þessar móttökur höfðu greinileg áhrif á þau frönsku. Fjöldi annarra er að sýna þeim gestrisni. Þeim var boðin gisting hér í Kaupvangi og Sumarlína bauð þeim í mat og í dag ætla þau að skoða sig um hér, kíkja á Franska safnið og grafreitinn, L'Abri, Kolfreyju og fleiri staði. Mig grunar að þau eigi eftir að muna þessa ferð meðan þau lifa.“

Franskir ferðamenn tóku á móti frönsku hjólreiðaköppunum við komuna inn í bæinn í gær með virktum. Mynd Fjarðabyggð

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.