Hjördís Þóra endurkjörin sem formaður AFLs

Á aðalfundi AFLs Starfsgreinafélags fyrir helgina var Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir endurkjörinn formaður AFLs. Hjördís hefur verið formaður félagsins frá stofnun þess 2007 en var áður formaður Vökuls Stéttarfélags sem var eitt stofnfélaga AFLs.


Þetta kemur fram á vefsíðu AFLs. Þar segir að auk hennar var kosið um sæti þriggja stjórnarmanna í aðalstjórn og fjögurra varamanna. Kosningu í aðalstjórn hlutu Auður Ingibjörg Brynjarsdóttir, Guðlaugur Þröstur Bjarnason og Sverrir Kristján Einarsson. Í varastjórn voru kosin þau Auður Ágústsdóttir, Ásdís Helga Jóhannsdóttir, Sara Atladóttir og Kristján Eggert Guðjónsson.

Skúli Hannesson sem setið hefur í stjórn félagsins um árabil gaf ekki kost á sér og voru honum þökkuð góð störf.

Á fundinum var ársreikningur vegna ársins 2020 lagður fram til samþykktar. Afkoma félagsins var ásættanleg en tekjutap félagsins er metið á 70 - 100 milljónir kr. vegna samdráttar á félagssvæðinu vegna Covid 19. Félagssjóður og Orlofssjóður komu báðir út með afgangi en lítilsháttar halli var á Sjúkrasjóði, að því er segir á vefsíðunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.