Hitamet slegið á Seyðisfirði og Borgarfirði eystra

Hitamet var slegið á bæði á Seyðisfirði og í Bakkagerði á Borgarfirði eystra í nótt. Á báðum stöðum mældist hitinn yfir 17 stigum.


Þetta kemur fram á bloggsíðu Trausta Jónssonar veðurfræðings á mbl.is. Þar segir að hitinn í Bakkagerði hefði náð 17,6 stigum og á Seyðisfirði náði hann 17,3 stigum.

„Þetta eru ný landshámarkshitadægurmet, slíkt met var einnig slegið í gær. Sýnist ritstjóra hungurdiska að þetta sé líka hæsti hiti sem mælst hefur á landinu bóndadaginn, fyrsta dag þorra,“ segir Trausti

„Þó þetta séu háar tölur eru þær þó lægri heldur en landshitamet janúarmánaðar, 19,6 stig, sett á Dalatanga 15.janúar árið 2000.“

Trausti er almennt að fjalla um veðurfar fyrstu 20 daga janúar. Þar segir m.a. að tiltölu hefur verið hlýjast á Suðaustur- og Suðurlandi, hiti þar raðast í 7. hlýjasta sæti aldarinnar. Kaldast hefur verið á Austfjörðum þar sem hitinn raðast í 12. hlýjasta sæti.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.