Orkumálinn 2024

Hildur: Þakklát fyrir þrjá fulltrúa

Hildur Þórisdóttir, oddviti Austurlistans, segist þakklát fyrir að hafa fengið þrjá fulltrúa kjörna í fyrstu kosningunum í nýju, sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Hún vonar að kosningarnar boði góða tíma í nýja sveitarfélaginu.

„Ég er mjög þakklát fyrir þrjá fulltrú þótt ég hafi verið búinn að gefa það út að markmiðið væru fjórir.

Kjördagurinn var dásamlegur. Það var yndislegt veður, allir glaðir, vel mætt í kosningakaffi hjá okkur og svo rættist úr kjörsókninni,“ sagði Hildur í samtali við Austurfrétt eftir að úrslit lágu fyrir.

Austurlistinn var eina framboðið sem ekki naut stuðnings einhvers stjórnmálaflokkanna á landsvísu og bendir Hildur á að árangurinn sé athygliverður í ljósi þess. „Við fengum hvorki fjármagn né aðstoð þingmanna eða ráðherra – þótt það sé alltaf gott að fá það fólk hingað,“ segir hún.

Listinn fékk næst flest atkvæði 27% en Sjálfstæðiflokkurinn fékk 29% og 4 fulltrúa. Ellefu fulltrúar eru i nýrri sveitarstjórn. Hildur segir ekkert farið af stað um myndum meirihluta.

„Mér finnst rökrétt að þeir sem fengu flest atkvæði hafi samband við þá sem fengu næst flest. Það munaði ekki miklu en við skulum sjá hvað helgin ber í skauti sér.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.