Herðubreið skilgreind sem fjöldahjálparstöð á neyðarstundum

Byggðaráð Múlaþings hyggst skilgreina félagsheimilið Herðubreið á Seyðisfirði formlega sem fjöldahjálparstöð á neyðarstundum.

Þetta var samþykkt á nýlegum fundi ráðsins en heimastjórn Seyðisfjarðar ályktaði áður um nauðsyn þess að slík miðstöð yrði formlega viðurkennd. Drög að samkomulagi um þetta við Rauða kross Íslands og rekstraraðila Herðubreiðar verða afgreidd í kjölfarið.

Samkomulag merkir að Herðubreið verður umsvifalaust opnuð fólki og viðbragðsaðilum vegna náttúruhamfara og eða annarra alvarlegra atvika og jafnframt skal opna húsið viðbragðsaðilum til æfinga í neyðarviðbrögðum þegar þörf er á.

Á sama fundi ráðsins var samþykkt að framlengja núverandi samning við rekstraraðila Herðubreiðar fram til loka aprílmánaðar en útboð á rekstrinum til framtíðar er í ferli.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.