Helga Jónsdóttir: Stóð aldrei til að vera meira en fjögur ár

ImageHelga Jónsdóttir, fyrrum bæjarstýra í Fjarðabyggð, segist aldrei hafa ætlað sér að gegna starfinu lengur en eitt kjörtímabil. Hún segist skilja sátt við starfið og sveitarfélagið standi styrkum fótum þótt það skuldi mikið.

 

„Það stóð aldrei til að vera lengur en í fjögur ár, að minnsta kosti hefði það verið alveg ný ákvörðun að halda áfram,“ segir Helga í viðtali í nýjasta tölublaði Austurgluggans.

Helga lét af störfum fyrir viku en þá tók Páll Björgvin Guðmundsson við starfinu. Helga kom austur haustið 2006.

Fjarðabyggð er í hópi skuldugustu sveitarfélaga landsins en Helga segir að uppbygging aðstöðu í sveitarfélöginu hafi verið forsenda uppbyggingar í atvinnulífinu. Hún trúir því að síðar verði eftirspurn eftir því húsnæði sem reist var.

„Aðstaðan í skólum og leikskólum er víðast hvar vel nýtt nú þegar og jafnvel fullnýtt. Við Mjóeyrarhöfn eru nú 8 – 900 störf og uppbyggingu er hvergi nærri lokið.“

Helga segist kveðja sátt þótt hún hefði viljað sjá nýjan leikskóla rísa á Norðfirði og vinnu við Norðfjarðargöng lengra á veg komna.

„Ég tel þau ákaflega mikilvæg fyrir þróun samfélagsins og atvinnulífsins hér og hef varið miklum tíma í að berjast fyrir þeim. Það breytir ekki því að í heildina fer ég héðan mjög sátt með þau fjölmörgu verkefni sum unnin hafa verið t.d. nýtt aðalskipulag og endurskipulagningu stjórnkerfis og stjórnsýslu.
Mesta gleði veitir það mér þó að fara um staðina og sjá hversu miklar framfarir hafa orðið varðandi ásýnd og yfirbragð alls staðar.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.