Heimamenn halda áfram leit

Félagar úr björgunarsveitinni Vopna og slysavarnafélaginu Sjöfn halda í dag áfram leit að skipverja sem talinn er hafa fallið fyrir borð úr fiskiskipi sem kom til Vopnafjarðar á mánudagsmorgunn.

Mannsins hefur verið leitað síðan á mánudag. Í gær fór fram umfangsmikil leit í firðinum sem alls tæplega 200 manns tóku þátt í á hafi, úr landi og lofti.

Leitin í dag er heldur minni í sniðum en þó verður farið tvisvar yfir leitarsvæðið. Segja má að það sé Vopnafjörður allur, en þó er farið yfir aðeins minna svæði en í gær og horft á það svæði sem líklegast þykir.

Notast verður við slöngubát og sjóþotur auk þess sem fjörur verða gengnar. Skilyrði til leitarinnar voru góð í morgun en upp úr hádegi tók að hvessa.

Leit hófst að nýju í morgun samkvæmt áætlun. Leitað verður í dag og stefnt að því að fara þá tvisvar yfir leitarsvæðið. Notast verður við slöngubát meðal annars og sjóþotur auk þess sem fjörur verða gengnar. Björgunarsveitin Vopni og slysavarnafélagið Sjöfn sinna leit.

Búist er við að leitin verði með svipuðu sniði fram að helgi þegar krafturinn verði aukinn á ný. Það veltur þó allt á framgangi leitarinnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.