Heimabakkelsi: Ekki gaman að heyra ráðherra sem setja lög og skammast yfir að farið sé eftir þeim

haust.gifForsvarsmönnum Heilbrigðiseftirlits Austurlands (HAUST) þykir ekki gaman heyra fyrrverandi ráðherra skammast yfir að farið sé yfir lögum sem þeir hafa sett. Tvö frumvörp liggja nú fyrir Alþingi um leyfa sölu matvæla í góðgerðarskyni. Varað er við að veita þar of mikið frelsi.

 

„Heilbrigðisfulltrúar vinna auðvitað eftir lögum og hafa nógu breitt bak til að taka við skömmum almennings, en HES þykir auðvitað ekki gaman að heyra þingmenn og fyrrverandi ráðherra sem setja lögin skammast yfir farið sé eftir þeim,“ segir í ársskýrslu HAUST fyrir nýliðið starfsár.

Mikil umræða varð í sumar þegar starfsmenn HAUST gerðu athugasemdir við kaffisölu skáta á Fljótsdalshéraði á 17. júní þar sem kökurnar væru ekki bakaðar í viðurkenndum eldhúsum.

Umræðan hefur reyndar farið fram víðar um land og nú liggja fyrir Alþingi tvö frumvörp þar sem lagt er til að heimila sölu matvæla í góðgerðarskyni. Í öðru þeirra er gert ráð fyrir að það verði leyft með leyfum eða tilkynningum.

Í hinu er eftirlitinu alveg sleppt. Við því vara forsvarsmenn HAUST. „Þetta þykir okkur vera varasamt og nýlegt dæmi um sýkingar af völdum smyglaðra matvæla segja allt sem segja þarf.“

Í því frumvarpi er ennfremur rætt um að losa um leyfismál fyrir sölu á matvælum frá framleiðendum. „ Þetta teljum við alveg ótímabært á meðan skilgreiningarvinna hefur ekki farið fram. Ekki er skýrt hvað er heimamarkaður, hvað er lítið magn og ýmislegt fleira. Það er áhyggjuefni ef þingmenn fara í atkvæðaöflun á kostnað matvælaöryggis þjóðarinnar.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.