Hass og amfetamín haldlagt í Fjarðabyggð

logreglumerki.jpgLögreglan á Eskifirði hefur undanfarin lagt hald á umtalsvert magn fíkniefna. Átta aðilar hafa verið handteknir og leitað í bílum og húsum.

 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir að lagt hafi verið hald á marijúana og amfetamín auk áhalda og neyslutóla. Fjórir hafa verið kærðir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og átta verið handteknir. Leitað hefur verið í þremur og húsum og nokkrum bifreiðum í tengslum við málin.

Málin komu öll upp í Fjarðabyggð.Þau teljast upplýst og eru komin til ákæruvaldsins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.