Hartnær helmingsfjölgun ferðafólks að Hengifossi milli ára

Rétt tæplega 73 þúsund ferðamenn hafa lagt leið sína að hinum tignarlega Hengifossi í Fljótsdal það sem af er ári. Þá hafa 40 þúsund ferðalangar heimsótt Hafnarhólma á Borgarfirði eystra og barið lundana augum.

Ofangreindir áfangastaðir eru þeir einu á Austurlandi sem státa af sjálfvirkum teljurum en eðli máls samkvæmt hefur ferðamannafjöldi hér austanlands sem annars staðar aukist töluvert á yfirstandandi ári enda Covid-19 ekki að gera sama usla og síðustu ár á undan. Til stendur að koma slíkum teljara einnig fyrir við Stuðlagili áður en langt um líður.

Þetta er fyrsta heila árið sem talið hefur verið við Hafnarhólmann en meðalgestafjöldi þangað þegar mest lét í júlí voru rúmlega 430 gestir hvern dag. Samanburður við fyrri tíma því ómögulegur.

Hið sama á ekki við um Hengifoss því þar hefur verið mælt um tveggja ára skeið og á ekki að koma á óvart að 70 prósent fleiri hafa gengið upp að fossinum hingað til árs en í fyrra. Mestur gestafjöldi per dag að meðaltali var í byrjun ágúst þegar 560 manns vitnuðu fossinn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.