Hannes læknir vill rúmar 30 milljónir í bætur

hannes_sigmarsson_jpg_280x800_q95.jpgHannes Sigmarsson, fyrrverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Austurlands í Fjarðabyggð vill rúmar 30 milljónir króna í bætur fyrir ólögmæta uppsögn og aðdróttanir gegn persónu hans og æru.

 

Frá þessu er greint í DV í dag en Hannes hefur höfðað mál gegn Heilbrigðisstofnun Austurlands og framkvæmdastjóranum, Einari Rafni Haraldssyni, fyrir héraðsdómi Austurlands.

Hannes vill 26,7 milljónir fyrir ólögmæta uppsögn og 5 milljónir yfir „ólögmæta meingerð gegn persónu hans og æru.“ Vísar hann meðal annars til ummæla framkvæmdastjórans í fréttum um að læknirinn hafi dregið sér fé frá stofnuninni.

HSA gagnstefnt Hannesi fyrir „ofteknar þóknanir“ á tímabilinu frá desember 2007 fram í janúar 2009. Farið er fram á að hann endurgreiði stofnuninni 3,1 milljón króna

Hannes var leystur frá störfum í byrjun árs 2009 og var gefið að sök að hafa tekið sér fé frá stofnunni. Lögreglan á Eskifirði rannsakaði málið og taldi ekki að ákæra myndi leiða til sakfellingar. Hannesi hefur ekki fengið vinnu hjá HSA síðan þótt hann hafi sóst eftir því.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.