Orkumálinn 2024

Hannes Karl oddviti Miðflokksins á Fljótsdalshéraði

Hannes Karl Hilmarsson, verkstjóri hjá Samskipum á Egilsstöðum og Hrefna Hlín Sigurðardóttir, grunnskólakennari, skipa efstu sætin á lista Miðflokksins á Fljótsdalshéraði fyrir kosningarnar í vor.

Í tilkynningu frá framboðinu segir að áherslumál þess séu að stuðla að atvinnuuppbyggingu, klára deiliskipulag miðbæjarins á Egilsstöðum, fjölga leikskólaplássum og stoðþjónustu við barnafjölskyldur, bæta umhverfi og ásýnd, ræða sameiningu við Seyðisfjörð, Borgarfjörð og Djúpavog.

Þá vill framboðið vinna að húsnæðismálum með að stuðla að uppbyggingu á leiguheimilum samkvæmt úrræðum Íbúðalánasjóðs.

Miðflokkurinn boðar einnig aukna samvinnu við íbúa og hagsmunaaðila út frá aðferðafræði straumlínustjórnunar. Íbúum gefst tækifæri á að koma á framfæri hugmyndum sem síðar ganga til sex vinnuhópa á sviði atvinnu-, mennta-, umhverfis-, skipulags-, menningar- og lýðheilsumála.

Flokkurinn hefur ekki áður boðið fram á Fljótsdalshéraði.

Listinn í heild sinni:

1. Hannes Karl Hilmarsson, verkstjóri
2. Hrefna Hlín Sigurðardóttir, grunnskólakennari
3. Sonja Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri
4. Gunnar Þór Sigbjörnsson, vátryggingasérfræðingur
5. Guðmunda Vala Jónasdóttir, leikskólastjóri
6. Stefán Vignisson, framkvæmdastjóri
7. Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir, tölvunarfræðinemi
8. Gestur Bergmann Gestsson, framhaldsskólanemi
9. Viðar Gunnlaugur Hauksson, framkvæmdastjóri
10. Þórlaug Alda Gunnarsdóttir, innkaup og markaðsmál
11. Sveinn Vilberg Stefánsson, bóndi
12. Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri
13. Benedikt Vilhjálmsson Warén, flugradiomaður
14. Ingibjörg Kristín Gestsdóttir, verslunarstjóri
15. Grétar Heimir Helgason, rafvirki
16. Steinunn Bjarkey Gunnlaugsdóttir, háskólanemi
17. Broddi B. Bjarnason, pípulagningameistari
18. Björn Ármann Ólafsson, skógarbóndi

Hannes Karl fyrir miðju ásamt stjórnarmönnum í kjördæmaráði Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.