Hálslón komið á yfirfall

Vatnsyfirborð Hálslóns fór í gær upp í 625 metra hæð yfir sjávarmáli. Þar með byrjar vatn að renna úr lóninu um yfirfall í farveg Jökulsár á Dal. Þar með myndast fossinn Hverfandi.

Lónið fór á yfirfall í gær, einum degi síðar en á síðasta ári. Þróun vatnsbúskaparins í lóninu var sérstakur í vor en hefur seinni hluta sumars verið á sama hátt og í fyrra.

Um miðjan apríl fylgdu leysingar miklum hlýindum og þá hækkaði hratt í lóninu. Sú háa vatnsstaða, sem var mun hærri en í meðalári, hélst fram í miðjan júní.

Miklir þurrkar hægðu á vatnssöfnuninni en segja má að frá síðustu viku júní hafi þróun vatnshæðarinnar verið nákvæmlega sú sama og í fyrra.

Vatnsstaðan er hins vegar mun hærri en í áætluðu meðalári þar sem búist er við að lónið fari á yfirfall í lok ágúst.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.