Orkumálinn 2024

Hallormsstaðarskóli fjársveltur?

hallormsstadarskoli.jpgFulltrúar í hreppsnefnd Fljótsdalshrepps hafa áhyggjur af því að skólinn sé fjársveltur. Þeir spyrja hvort skilyrði aðalnámsskrár séu uppfyllt.

 

Á fundi hreppsnefndar Fljótsdalshrepps, sem rekur skólann í félagi við Fljótsdalshérað, skýrði Jóhann Þorvarður Ingimarsson, fulltrúi hreppsins í skólanefnd, frá því að engin heimilisfræði væri kennd og tungumálakennsla væri takmörkuð.

Hann spurði hvort skilyrði aðalnámsskrár væru uppfyllt í ljósi fjársveltis skólans. Á fundi skólanefndar Hallormsstaðarskóla fór skólastjóri yfir hvernig tryggt væri að allir nemendur fengju lögboðna fræðslu á skólaferli sínum.

Á fundinum var einnig tekið fyrir uppsögn Helgu Magneu Steinsson, sem hefur verið í leyfi frá embætti skólastjóra á þessu skólaári. Íris Randversdóttir hefur sinnt stöðunni á meðan. Auglýst verður eftir framtíðarskólastjóra á næstunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.