Halldór Jónasson greiðir hæstu skatta Austfirðinga

Halldór Jónasson, skipstjóri í Fjarðabyggð, er skattakóngur Austurlands árið 2022. Hann greiðir tæpar 139 milljónir króna í opinber gjöld vegna ársins 2021.

Þessar tölur koma fram í álagningarskrám ríkisskattstjóra sem aðgengilegar hafa verið á skattstofum landsins síðan á miðvikudag. Meirihluti gjaldanna, 121 milljón króna, er fjármagnstekjuskattur sem væntanlega má skýra með sölu hlutabréfa í Síldarvinnslunni á síðasta ári.

Halldór, sem um árabil var skipstjóri Snæfuglsins frá Reyðarfirði en síðar skipum Síldarvinnslunnar, á 55% hluti í Eignahaldsfélaginu Snæfugli sem á í dag 4% hlut í Síldarvinnslunni. Í október í fyrra seldi félagið 0,3% hlut sem metinn var á rúmar 400 milljónir króna. Halldór var lengi í stjórn Síldarvinnslunnar en vék úr varastjórn á aðalfundi í fyrra.

Samkvæmt ársreikningi eignahaldsfélagsins fyrir árið 2021 var hagnaður þess 1,74 milljarðar króna, samanborið við 100,1 milljón árið áður. Skýrist það aðallega af sölu hlutabréfa upp á 1,4 milljónir króna. Þá námu tekjur af arðgreiðslum 340 milljónum.

Eigið fé hækkaði um 740 milljónir og stóð í lok árs í tæpum 970 milljónum. Munar þar mestu um eignafærslu á markaðsverðbréfum sem stendur í tæpum 450 milljónum en var engin fyrir. Fram kemur í reikningnum að samþykkt hafi verið að greiða út 200 milljóna arð á þessu ári.

Eignahaldsfélagið Snæfugl á að auki 5,4% hlut í SVN eignafélagi. Það félag á aftur 14,5% hlut í tryggingafélaginu Sjóvá sem bókfærður er á 3,1 milljarð.

25 gjaldahæstu einstaklingarnir á Austurlandi fyrir árið 2021

Nafn, starfsheiti, sveitarfélög, gjöld (í milljónum króna)
1. Halldór Jónasson, skipstjóri, Fjarðabyggð, 138,8
2. Daði Þorsteinsson, skipstjóri, Fjarðabyggð, 41,7
3. Sigurður Bjarnason, skipstjóri, Fjarðabyggð, 31, 2
4. Bergur Einarsson, skipstjóri, Fjarðabyggð, 28,7
5. Tómas Kárason, skipstjóri, Fjarðabyggð, 27,6
6. Kristinn Grétar Rögnvarsson, skipstjóri, Fjarðabyggð, 26,4
7. Sturla Þórðarson, skipstjóri, Fjarðabyggð, 25,7
8. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri, Fjarðabyggð, 25,6
9. Hálfdán Hálfdánarson, skipstjóri, Fjarðabyggð, 24,7
10. Friðrik Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri, 24,4
11. Magnús Ómar Sigurðsson, skipstjóri, 23,6
12. Tor Arne Berg, forstjóri Fjarðabyggð, 23,5
13. Hjörvar Hjálmarsson , skipstjóri, 23,1
14. Þorsteinn Kristjánsson, framkvæmdastjóri, Fjarðabyggð, 22,1
15. Stefán Bjarnason Ingvarsson, netagerðameistari, Fjarðabyggð, 21,8
16. Erna Þorsteinsdóttir, stjórnarformaður, Fjarðabyggð, 21,5
17. Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri, Fjarðabyggð, 20,9
18. Robert Maciej Wojcieckowski, læknir, Fjarðabyggð, 19,3
19. Hjálmar Ingvason, sjómaður, Fjarðabyggð, 19,1
20. Benedikt Lárus Ólason, flugstjóri, Múlaþingi, 19,0
21. Sigurður V. Jóhannesson, stýrimaður, Fjarðabyggð, 17,6
22. Jóhann Geir Árnason, vélstjóri, Fjarðabyggð, 17,3
23. Hörður Erlendsson, yfirvélstjóri, Fjarðabyggð, 17,2
24. Hreinn Sigurðsson, yfirvélstjóri, Fjarðabyggð, 17,1
25. Kjartan Lindböl, framleiðslustjóri, Múlaþingi, 15,7

Halldór Jónasson, lengst til vinstri, ásamt stjórn Síldarvinnslunnar og framkvæmdastjóra að loknum aðalfundi 2016. Mynd: Síldarvinnslan


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.