Hálendisvegir að opnast

Vegagerðin er jafnt og þétt að opna vegi á hálendinu eftir því sem snjóa leysir og vegirnir sjálfir þorna. Opnað hefur verið yfir hjá Kárahnjúkum.

Í síðustu viku var Arnardalsleið (F905) og Brúarvegur (F907) opnuð fjórhjóladrifnum bílum. Þá var Austurleið (F910) opnuð fjórhjóladrifnum bílum frá Kárahnjúkum að gatnamótum við Arnardalsleið.

Þórdalsheiði, frá Skriðdal yfir til Reyðarfjarðar, er merkt greiðfær og sömuleiðis gamli vegurinn yfir Möðrudalsöræfi. Enn er lokað inn í Snæfell og Kverkfjöll.

Unnið er að klæðningu Norðfjarðarvegar. Umferðarhraði er tekinn niður og búast má við grjótkasti í dag. 
 
 

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.