Hagleikssmiðja á Djúpavogi: Fólk kemur til að leita að fiskiroðskonunni

agusta_margret_arnadottir_hagleikssmidja_web.jpgÁgústa Margrét Arnardóttir opnaði í sumar fyrstu íslensku hagleikssmiðjuna á neðri hæð heimilis síns á Djúpavogi. Þar kynnir hún vörur sínar og sögu handverksins. Ágústa vonast til að geta dregið fleiri gesti til Djúpavogs með smiðjunni.

 

Markmiðið með hagleikssmiðjunni Arfleið er bæði að kynna þær vörur sem Ágústa hannar og framleiðir og að kynna sögu og þróun handverksins. Skinnin sem hún vinnur með eru meðal annars af sauðfé, hreindýrum, selum, hlýra, karfa og laxi. Þau eru öll unnin hérlendis.

Ágústa segist óhrædd við að prófa sig áfram í skinnavinnslunni. „Þeir setja öll skinnin fyrir mig saman í tunnu til að lita. Íslenska vinnslan og efnið eru í heimsklassa. Fiskileðrið þykir mjög sterkt,“ segir Ágústa en hún blandar saman mismunandi skinnum í sömu hlutina.

„Ég sá strax að fólk vildi fræðast um handverkið. Ég vil fá að hitta fólkið og útskýra fyrir því hvernig ég vinn vörurnar,“ segir hún um tilurð hagleikssmiðjunnar. „Fólk kemur hingað til að leita að „fiskiroðskonunni“. Ég vona að mér takist að draga ferðamenn inn í bæinn.“

Þrátt fyrir að tískuvörur séu gjarnan flokkaðar sem áhugamál kvenna ítrekar Ágústa að hagleikssmiðjan sé fyrir bæði kynin. „Maðurinn minn er sá sem helst gagnrýnir vörurnar mínar. Ég ætla að sýna veiðimyndbönd og vera með eitthvað fyrir alla fjölskylduna.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.