Hafnarbraut í Neskaupstað lokuð

Hafnarbraut í Neskaupstað er lokuð og verður svo næstu tvo daga.

Á vefsíðu Fjarðabyggðar kemur fram að vegna vinnu við Ofanflóðavarnir við Akurlæk í Neskaupstað þarf að loka Hafnarbraut innan við Olís. Í stað þess er umferð beint um Urðarteig/Hlíðargötu.

"Gert er ráð fyrir að vinnu á svæðinu ljúki á fimmtudag. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda," segir á vefsíðunni.

Mynd. fjarðabyggð.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.