Hæsti hiti í maí á Skjaldþingsstöðum

Hæsti hiti nýliðins maímánaðar á landinu mældist á Skjaldþingsstöðum síðasta föstudag. Hiti í mánuðinum var yfir meðallagi.

Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands fyrir nýliðinn mánuð.

Mesti hiti á landinu í byggð mældist 19,7 gráður á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði á föstudag. Fleiri staði af Austurlandi má finna á topplistanum, þannig náðu hitamælarnir á bæði Egilsstöðum og Seyðisfirði yfir 18 gráður í mánuðinum.

Hiti á veðurstöðunum á Egilsstöðum, Dalatanga og Teigarhorni mældist annars yfir meðaltali miðað við maímánuð. Samanborið við meðaltal síðustu 10 ára var hann 0,2-0,3 gráðum hærri en 0,9-1,2 miðað við árin 1961-1990. Þá er mánuðurinn í hópi þeirra hlýrri í sögu mælinga á þessum stöðum.

En þótt mánuðurinn hafi endað vel var hann fjarri því að vera samfellt hlýindaskeið. Þannig var veðrið frekar napurt sunnudaginn 10. Læsti hiti mánaðarins á landinu mældist þann dag -12,3 á Gagnheiði og hæsti loftþrýstingur 1033,3 Hpa á Egilsstaðaflugvelli.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.