Hæsti austfirski styrkurinn í gamla hverfið á Egilsstöðum

Verndun elsta hluta Egilsstaða fékk einstaka styrkinn af austfirskum verkefnum þegar úthlutað var úr Húsafriðunarsjóði nýverið. Alls er 55 milljónum veitt til austfirskra verkefna.

Á landsvísu er úthlutað 301,5 milljón króna til 202 verkefna en sjóðurinn skiptist í nokkra hluta. Alls bárust 267 umsóknir upp á tæpan einn milljarð króna.

Hæsti einstaki styrkurinn fer í Egilsstaði til að þróa verndarsvæði í byggð fyrir elsta hluta bæjarins. Næst hæsti austfirski styrkurinn eru 4,5 milljónir til Ingimundarhúss á Seyðisfirði.

Þrjú verkefni fá fjórar milljónir: Barnaskólinn á Eskifirði, Gamla Apótekið á Seyðisfiðri og Faktorshúsið á Djúpavogi

Úthlutanir til austfirskra verkefna úr Húsafriðunarsjóði 2019. Upphæðir eru í þúsundum króna.

Friðlýstar kirkjur
Áskirkja Fellum, 1.800
Eiríksstaðakirkja, 1.000
Fáskrúðfjarðarkirkja, 900
Gamla kirkjan á Djúpavogi, 3.000
Hofskirkja í Álftafirði, 1.300
Hofteigskirkja, 2.300
Kirkjubæjarkirkja, 1.200
Klyppsstaðakirkja, 2.500
Kolfreyjustaðarkirkja, 1.000
Þingmúlakirkja, 1.000
Alls 16.000

Friðlýst hús og mannvirki
Faktorshúsið, Djúpivogi, 4.000

Friðuð hús og mannvirki
Torfbeitarhús, Hjarðarhaga, Jökuldal, 400
Torfhús, Hjarðarhaga, Hjarðarhaga, Jökuldal, 400
Angró, Seyðisfirði, 2.500
Elverhöj, Seyðisfirði, 1.300
Fjörður 1, Seyðisfirði, 400
Framhús, Seyðisfirði, 1.000
Gamla Apótek, Seyðisfirði, 4.000
Gamla Bókabúðin, Seyðisfirði, 900
Garvarí, Seyðisfirði, 800
Gíslahús, Seyðisfirði, 3.000
Hafnargata 12, Seyðisfirði, 900
Ingimundarhús, Seyðisfirði, 4.500
Sandhús, Mjóafirði, 900
Barnaskólinn á Eskifirði, 4.000
Kaupvangur, Fáskrúðsfirði, 500
Alls: 25.500

Önnur hús og mannvirki
Kjarvalshvammur, Hjaltastaðarþinghá, 600
Garður, Seyðisfirði, 500
Jórvík, Breiðdal, 500
Lindarbakki, Breiðdal, 1.500
Alls: 3.100

Verndarsvæði í byggð
Elsta hverfið á Egilsstöðum, 6.498

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.