Hæpið að VA þurfi að vísa nemendum frá

Skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands segir hæpið að þeir nemendur sem sækja um skólavist við skólann næsta vetur komist ekki að. Sömu sögu er hins vegar ekki að segja af öðrum iðnnámsskólum.

RÚV greindi frá því í morgun að bæði í fyrra og nú hafi Tækniskólinn þurft að hafna nemendum vegna skorts á kennurum, húsnæði og fé. Fleiri fjölbrautarskólar séu í svipaðri stöðu.

Hafliði Hinriksson, skólameistari VA, segir að eins og staðan sé nú eigi allir sem sæki um skólavist þar næsta vetur að fá inni. Aðsóknin sé þokkaleg í verknámið en enn séu laus pláss.

Ekki sé sjáanleg nein sprenging í heildaraðsókn en alltaf séu sveiflur milli ára. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.