Hækkanir á heitu vatni á Seyðisfirði

Önnur hækkun af tveimur á gjaldskrá jarðvarmaveitu RARIK á Seyðisfirði hækkaði um mánaðarmótin en hækkunin nemur 7,5 prósentum í heildina.

Seyðfirðingar fá heitt vatn frá fjarvarmaveitu RARIK og ný gjaldskrá stofnunarinnar tók gildi þann 1. desember rúmu ári eftir síðustu gjaldskrárhækkun í október í fyrra.

Þar með hækkaði heitavatnskostnaður Seyðfirðinga en þó aðeins að hluta því tekin var sú ákvörðun hjá RARIK að hækka kostnaðinn í tveimur skrefum til að milda áhrifin á viðskiptavini. Seinni hluti hækkunarinnar kemur fram á nýju ári.

HEF á Héraði hækkaði einnig gjaldskrá sína fyrir skömmu yfir línuna um 8 prósent en þess ber að geta að byggingarvísitala sem gjaldskrár taka mið af hefur einnig hækkað á árinu um 10 prósent.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.