Alls staðar hægt að kjósa í heimastjórnir Múlaþings

„Við vorum búnir að heyra ávæning af þessu en engar formlegar tilkynningar um slíkt hafa borist okkur,“ segir Hlynur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Múlaþingi.

Gagnrýnt var á samfélagsmiðlum fyrir skömmu að einstaklingar utan Austurlands sem kusu utankjörstaða hjá sýslumönnum annars staðar í landinu gátu ekki greitt atkvæði til heimastjórna Múlaþings en samhliða kosningum í sveitarstjórn er einnig kosið í þær fjórar heimastjórnir sem sitja á Djúpavogi, Seyðis- og Borgarfirði auk Fljótsdalshéraðs. Kosning í heimstjórn er óhlutbundin og þarf að skrá bæði nafn og heimilisfang þess sem kjósa skal.

Hlynur segir að málið hafi verið skoðað og lagfært og engin slík tilvik ættu að koma upp fyrir kosningar á laugardaginn kemur. Hann staðfestir jafnframt að ekkert misjafnt hafi komið upp á yfirstjórn vitandi í aðdraganda kosninganna. Hann hafði engar upplýsingar um fjölda utankjörstaðaatkvæða hingað til.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.