Orkumálinn 2024

Hægir á hreyfingunni við Búðará

Heldur hefur hægt á hreyfingu jarðvegsfleka ofan við Búðarárfoss á Seyðisfirði síðan í gær.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Mælingar í gær sýndu að hert hafði á hreyfingunni eftir rigningar síðustu daga. Éljagangur var á Seyðisfiðri í gærkvöldi og nótt og samkvæmt mælingum í morgun hefur hægst á hreyfingunni.

Vatnsborð hækkaði í borholum í gær en er tekið að lækka í flestum aftur sem er vísbending um minnkandi vatnsþrýsting. Áfram verður fylgst með aðstæðum næstu daga. Veðurspár gera ráð fyrir að úrkoma sem falli fram að helgi verði í formi snjós eða slyddu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.