Orkumálinn 2024

Guðmundur Helgi: Önnur sprenging varð meðan verið var að slökkva

alcoa_eldur2_web.jpgGuðmundur Helgi Sigfússon, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Fjarðabyggðar, segir eldsvoðann við álver Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði hafa verið erfitt og krefjandi verkefni. Mikil olía var í afriðlinum sem brann og erfitt að eiga við eldinn. Önnur sprenging varð í afriðlinum á meðan slökkviliðsmenn börðust við eldinn.

 

Við álverið eru fimm afriðlar og tveir spennar í hverjum með samtals 185 þúsund lítrum af olíu. Sprenging varð í einum slíkum seinni part laugardags og logaði glatt í honum í rúma fjóra klukkutíma.

„Slökkvilið Fjarðabyggðar mætti á staðinn örfáum mínútum eftir að sprengingin varð. Slökkvistarfið gekk vel en verkefnið var bæði krefjandi og erfitt. Sprengihætta var á eldstað og mjög mikið magn af olíu í rýminu þar sem eldurinn var. Sem betur fer er þetta svæði þar sem fólk er ekki að jöfnu við vinnu,“ sagði Guðmundur Helgi í samtali við Agl.is.

Aðstoð frá nágrönnum og Reykjavík

Guðmundur segir hafa verið óskað eftir aðstoð frá Egilsstöðum og fengin þaðan slökkvifroða og slökkvibíll með öflugri froðustút. Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins veitti einnig ráðgjöf um slökkvistarfið og til að útvega meiri froðu.

„Á staðnum vour 44 slökkviliðsmenn, frá Slökkviliði Fjarðabyggðar (Reyðarfjörður, Norðfjörður og Fáskrúðsfjörður), slökkviliði Alcoa Fjarðaáls og Brunavörnum á Austurlandi. Sendar voru froðubirgðir frá Reykjavík með flutningabíl til að eiga ef ekki næðist að slökkva með þeim birgðum sem til voru á staðnum og eins til að endurnýja froðubirgðir.“

Hætta á frekari spurningum

Svæðið var rýmt um tíma af öryggisráðstæðum.
„Önnur sprenging varð á meðan verið var að slökkva og eftir það var ákveðið að hörfa og meta aðstæður betur með tilliti til öryggis slökkviliðsmanna. Starfsmenn álvers voru ekki í hættu en byggingar næst eldstað voru rýmdar til öryggis. Hætta var á að eldur gæti borist í fleiri rými ef öflug sprenging yrði á meðan eldur logaði.
Hætta á frekari sprengingum var talin mikil á tímabili en eftir því sem á leið varð ljóst að unnt var að komast nægilega nærri eldsupptökum til að ráða niðurlögum hans. Eftir að ráðist var á hann af fullum krafti, tók um 15 mínútur að slökkva.“

Eftir það voru brunarústirnar kældar og lauk slökkvistrafi um klukkan eitt eftir miðnætti en vakt var staðin til klukkan átta um morguninn.

Lærdómur dreginn

Guðmundur Helgi segir samstarfið þeirra sem komu að slökkviliðinu hafa ferið óaðfinnanlegt. Menn fari samt yfir vinnuna og athugi hvort eitthvað megi bæta þegar tekist sé á við svona stórt verkefni. „Strax varð ljóst að magn af slökkvifroðu á Austurlandi mætti vera meira og er þegar búið að bæta úr því.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.